Fram að þessu

Ég er kominn með kvef. Það er eitthvað sem ég hafði aldrei pælt í áður, að fá kvef í 25-30 stig hita. Fyrir utan það hefur margt og mikið gerst á þessum 11 eða 12 dögum sem ég hef ekki rætt um. Ég nenni þó ekki að vera að skrifa of mikið um það. Þið hafið vonandi fylgst með okkur eitthvað á netinu, facebook og instagram, og vitið svona eitthvað. Ég ætla þó að nefna nokkur atriði

Hattar

Við fórum sem sagt til Orlando eftir að ég hafði bloggað í þessa blessuðu bók mína. Sú hefur ekki verið notuð síðan, enda algjört helvíti að vera að skrifa í svona. Við vöknuðum sem sagt daginn eftir, þann 7. júlí og fórum í Epcot í Disney World. Ekki þar sem kastalinn er, þar er lítið að gera fyrir svona sólskinsdrengi eins og okkur. Við skemmtum okkur hins vegar konunglega í Epcot og endaði kvöldið með hinni daglegu flugeldasýningu. Disney hafa sem sagt flugeldasýningu daglega í einhverjum görðum í Orlando og er það að kosta þá 300.000 dollara á DAG. 30 milljónir.. Kannski ekki skrítið þar sem dagspassinn inn í garðana er að kosta í kringum milljón...

Daginn eftir fórum við svo á shopping spree í Florida Mall þar sem við misstum okkur aftur í H&M og svo var Zara þarna, fyrsta Zaran sem við finnum. Ég er Large í öllu úr Zöru. Það kæmi ykkur sem ekki hafið pælt í því eða hafið hugmynd um það að Bandaríkjamenn eru allir rooosalega litlir. Gummi er yfir meðalhæð hérna. I rest my case.

Disney

Eftir Florida Mall lá leiðin til frænku minnar á Cocoa Beach, rétt fyrir utan Orlando. Verður maður ekki að nýta sér svona ferð til þess að "catch'a" smá "upp". Ég held það. Hún, maðurinn hennar, dóttir hennar og barnabörn tóku allavega tók vel á móti okkur. Þau buðu okkur í pizzu, alls ekki slæma, þvoðu fötin hans Róberts og handklæðin okkar og margt fleira. Við fengum svo að hafa bílinn fyrir utan fallega húsið þeirra yfir nóttina þar sem við gistum. 

Ég er ekki að segja frá öllu, margt hefur þó gerst þarna inn á milli, en það verður bara að bíða betri tíma. Við höfum nóg af sögum þegar heim er komið.

Jet Ski

Daginn eftir lá leiðin til Key West. Þar var hápunkturinn 6 klst. bátsferð þar sem við fórum á Jet-ski, snorkluðum, vorum teknir í parasailing og syntum í heitum sjónum, svona án gríns, ég hafði ekki hugmynd um að sjór gæti orðið svona heitur. Fríar veitingar og drykkir voru í boði allan daginn, aaaalls ekki slæmt. Sumir okkar vilja svo meina að þetta hafi verið besti dagur lífs þeirra. Þetta var svo gott.. 

Hooters

Eftir 3 daga í Key West, 2 nætur, fórum við þann 11. júlí til Miami. Í tilefni þess að Guðjón átti afmæli næsta dag fórum við á Hooters, þar sem ljótar stelpur tóku á móti okkur, stelpur með litla rassa og barma, eins og Hooters gellur eru þekktar fyrir... Er það ekki annars?.. Eftir kl. 12 tóku þær svo góðan afmælissöng fyrir Guðjón. Hann var svo sáttur. Og fyrir utan góðan afmælissöng var maturinn alls ekki slæmur. Afmælisdrengurinn sagði borgarann sem hann fékk einn þann besta sem hann hafði smakkað. 

GítarVenetian

12. júlí var svo afmælisdagurinn, dagurinn sem við ætluðum að skella okkur til Bahamas. Við hringdum og vorum í þann mund að fara að borga þegar við áttuðum okkur á leiðinlegum misskilningi, því að við þyrftum að borga um 70.000 kr. beint út í gegnum símann. Ekki séns.. Við eyddum því afmælisdeginum í Miami, fórum í Venetian Pool, fallega sundlaug í Miami, fallegustu sundlaug sem ég hef farið í, fyrir utan kannski Breiðholtslaug. Þetta er ansi jafnt. Um kvöldið skelltum við okkur svo á South Beach, helsta djammstað Miami. Ég ætla ekkert að tala mikið um það kvöld, en ég segi þó frá því að ég snerti í fyrsta sinn á ævinni slöngu. Hún var ekki jafnblaut og ég hélt! Samt alveg kósý.  

Hey já, í Miami fór tölvan mín í viðgerð og ég er kominn með hana aftur. Myndavélar að tæmast og blogg að gerast! Fögnum því!

Ostrur

Á leið okkar úr Flórída þann 13. stoppuðum við í litlum smábæ í Everglades og fundum veitingastað, The Oyster House, sem sýndi úrslitaleik HM. Við horfðum á leikinn með einhverjum Þjóðverjum sem voru duglegir að hrópa einhverjar týpískar þýskar setningar og orð. Ég og Gummi vorum búnir að ákveða fyrir ferðina að ef við fyndum eitthvað ostruhús myndum við láta vaða í einhverjar ostrur og við stóðum við það. Okkur fannst þetta fínt á bragðið en vá, tilfinningin við það að éta þetta, þetta voru eins og lítil skordýr skríðandi upp í kokið á manni. Þvílík klýja! Gaui fékk hins vegar að smakka og sagði að þetta væri mesti viðbjóður sem hann hafði nokkurn tímann smakkað. 

Eftir að hafa gist svo fyrir utan trukkastopp þann 13. júlí lá leiðin okkar áfram norður í átt að Atlanta. Þar skelltum við okkur í Six Flags White Water, sem er sem sagt vatnsrennibrautagarður. Það var helvíti mikið fjör, ekkert til að kvarta yfir þaðan. Við höfðum hins vegar verið í einhverju veseni með bílinn okkar. Meðal annars þá lak bensín úr dælunni á leið í tankinn þegar við fylltum á hann. Í hverri bensínferð hafa því einhverjir hundraðkallar farið í vaskinn. Við hringdum í leigufyritækið í sambandi við þessi vesen og þeir sendu okkur Steven daginn eftir, frábæran gæja úr suðrinu, sem lagaði alla galla bílsins. Í dag er hann heill! Fyrir utan það að Gummi gleymdi vatnsslöngunni á parkinu fyrir utan Atlanta eftir að hafa aftengt hana... Þannig að við þurfum nýja slöngu sem við höfum pantað á Walmart.com

Miami

Nú lá leiðin til Chicago. Á leið hingað frá Atlanta gistum við rétt fyrir utan Louisville í Kentucky, þar sem að aksturinn á milli Atlanta og Chicago er um 10 tímar. Við gistum í Horse Cave, ég er ekki að grínast, það er nafnið á bænum.. Horse Cave.. Bara af því að þeir eru við hliðina á Mammoth Cave National Park, þá þurfa þeir að heita eitthvað Cave. Nice. Horse Cave bauð hins vegar upp á rosalega mikla fegurð en algjört skííítanet. Oh, slæmt. Ég talaði eitthvað við Tómas Val elsku á Skype samt, það virkaði fínt á nákvæmlega bara einu spotti inni í bílnum. Þetta net fór verulega í taugarnar á okkur en við létum það bara gleymast, suðum okkur puslur og steiktum okkur hamborgara. Pulsurnar voru frábærar, borgararnir..? skelfilegir! þvílíkur horbjóður! Ég reyndar drekkti hamborgaranum í majónesi, en þú veist, það var ekki bara það. Þó að borgarinn hafi verið svartur að utan, svooo brunninn, þá virtist hann enn vera hrár að innan. Ojj.

Í gær lá leið okkar svo nær Chicago. Við erum nú staddir, eftir góðan svefn, klukkutíma frá Chicago á fínasta Campi og leggjum af stað inn í borgina núna eftir 10 mínútur. Ég þarf því að drífa þetta af! Fyrirgefið mér að ég hafi engin smáatriði í þessu bloggi. Ég bara nenni ekki að skrifa blogg í fjórar klst. eða eitthvað um alla þessa 11 eða 12 daga. 

Hafið það gott og ég bið með ykkur að sólin láti sjá sig heima. Annars held ég að við höfum bara tekið með okkur sólina og komum með hana til baka þann 4. ágúst.

Adíós!  

 


The Show Must Go On (3. - 6. júlí)

Blogg sem ég skrifaði þann 6. júlí með fáum breytingum frá því upprunalega:

Gummi sund

Þetta er nú meira ævintýrið þessi ferð! Við höfum það alveg æðislegt hérna, en eins og allir þá eigum við allir okkar slæmu daga. Til að byrja með skal ég segja ykkur það að ég skrifa hér uppkast af þessu bloggi í skrifblokk, sem ég keypti í Walmart, með týpískum 0,7 skrúfblýanti á 90 km/klst hraða. 
Gaui þegar hann las þetta: "Hössi, skrifaru svona hratt?"
Ég sem sagt vaknaði í morgun með Gumma til að fleygja myndefni og fleiru á tölvuna, en yndið virðist hafa dáið í nótt og vill ekki kveikja á sér. Ég vona að ég finni bara einhvern til að laga hana sem fyrst, en þetta er þó ekki the end of the world.

Hoppum samt aðeins aftur í tímann. Ég var búinn að segja ykkur frá Camping site'inu í Philadelphiu og við strákarnir ætluðum að skella okkur í sund þegar við myndum vakna, sem við og gerðum. Það var fínt að komast í sund í þessum hita og ná upp smá ferskleika fyrir áframhaldandi ferðalag. Check out var svo kl. 12:00 og hélt leiðin til miðborgar Philly, þar sem Bandaríkin urðu til í því formi sem við þekkjum það í dag, eða svona næstum því. Það sem stóð mest upp úr þeirri bæjarferð var að sjá The Liberty Bell, sem Bandaríkin sem og mörg önnur ríki heimsins sjá sem tákn um frelsi og sjálfstæði.

Liberty Bell

Þegar þarna var komið við sögu var frábært veður, að mestu heiðskýrt og sól. Það hefur hins vegar einhver verið óþekkur í Philly, stigið á járnsmið eða kannski bara jynx'að sólina, því að á einni klukkustund, á meðan við vorum í litlu mall'i í miðbænum, byrjaði að hellidemba, eins og hellt væri úr fötu eins og sagt er heima á klakanum. Þá hittum við einhvern gæja, algjöran heimspeking, sem sagði okkur frá fellibyl sem væri að skríða yfir austurströndina. Hann var víst svo slæmur að hann kallaði okkur klikkaða þegar við honum að við værum að fara í gegnum Ameríku á RV og værum að leggja af stað til Washington DC. Hann er nú samt kannski ekki sá eini sem kallar okkur klikkaða, en þó af allt annarri ástæðu. Við hins vegar hunsuðum það alveg og hoppuðum upp í taxa hjá Ahmar, Túnisbúa sem var alveg fáránlega spenntur fyrir ferðinni okkar, þó að hann hafi allan túrinn ekki trúað því alveg þegar við sögðum honum frá henni fyrr en hann sá bílinn okkar fyrir utan Walmart. Ahmar: "I am going to be telling everyone about you guys! Im not even joking!!"

Eftir góðan túr með Ahmar lögðum við strax í hann. Leiðin okkar gekk smurt fyrir sig og var það eins og við héldum, kallinn í mall'inu var alltof dramatískur og ýkti hlutina eins og hann gat, eins og margir Ameríkanar fara að. Þessi sami fellibylur var hins vegar sá sami og skreið yfir New York borg og var sá versti sem þar hafði skollið á í háa herrans tíð.

Flugeldar2

Æji hvað með það! Við komum til DC og það fyrsta sem gerðist var að lögregla tók á móti okkur: "Siiir, you can't park this vehicle in the capital." 4th og July var daginn eftir og voru þetta víst einhverjar öryggisráðstafanir. Surprise, surprise.. Við fórum þá rétt fyrir utan DC, til Maryland, og gistum fyrir utan Walmart og McDonald's í fínu hverfi við mörk ríkjanna.

Flugeldar

Að morgni þjóðhátíðardags Bandaríkjanna vöknuðum við svo ferskir og héldum í átt að miðri Washington borg með strætó og lest. Við skoðuðum flest sem hægt var að skoða og kíktum inn í einhver söfn. Hvað fannst okkur standa upp úr? Washington Memorial var mun stærra en maður gerði sér grein fyrir, en á sama tíma var Hvíta húsið mun minna en maður hefði haldið og því viss vonbrigði. En kommon, þetta er enn þá Hvíta húsið... Okkur hefði langað að fara inn í það, en það var ekki möguleiki þar sem að það var bæði 4. júlí og af því að maður þarf að panta heimsókn þangað með minnst 21 dags fyrirvara. Pælið í því hvað þau background check'a mann mikið áður en þeir svara beiðninni..! Washington DC var hins vegar alveg rosalega flott í heildina, geðveikar byggingar og allt mjög fancy. Ég hef líst borginni eins og skjalatösku: Allt mjög fancy og uppstillt einhvern veginn og ekkert meira en það, lítið um skyndibitastaði og þess háttar, ekkert villt eða þannig, æjj ég veit það ekki, ég sé þessa myndbreytingu einhvern veginn fyrir mér. Gaui er sammála mér, hættið að dæma mig.. Toppurinn á þessari frábæru túristaferð okkar hófst hins vegar klukkan 9, 25 mínútna flugeldasýning yfir The Lincoln Memorial. Þvílík sýning sem þetta var! Flugeldar í takti við tónlist í bakgrunn.. yndislegt! 

Washington Mem.

Allt lá hins vegar niður á við þar á eftir. Við tókum lest á sama stað og við komum þar sem að strætó hefði átt að bíða okkar. Svo var hins vegar ekki... hann var hættur að ganga og klukkan orðin hálf 12 á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna. Þá var ekkert annað í stöðunni en að panta okkur bara leigubíl. En vitir menn! Það virtist ómögulegt! Við hringdum í nokkur mismunandi leigubílafyrirtæki en fátt var laust. Það var ekki fyrr en 2 klst. eftir komu okkar á þessa sketchy lestar/strætóstoppistöð sem við náðum að hóa í taxa fyrir einhverja algjöra tilviljun. Hann sætti sig sem betur fer við yfirfarþegar og reddaði okkur að bílnum. Án efa erfiðasta kvöld ferðarinnar hingað til. En það er enn nóg eftir, heill mánuður (þegar þetta er skrifað), af þessu ævintýri.

Myrtle

Jæja, nóg af þessari dramatík! Snúum okkur að deginum í gær (5. júlí)... Alveg frábær dagur. Við hófum keyrslu í átt að Flórída um leið og við vöknuðum. En þar sem að leiðin þangað frá Washington tekur um 15 klst. þá pöntuðum við okkur pláss á camping site'i á Myrtle Beach, sem einhverjir Kanar vildu meina að væri ein stærsta strandlengja landsins. Aksturinn tók 7 tíma og vorum við komnir um kl. 21:00 með einhverjum stopuum á milli. Myrtle Beach Travelers Park var heimilið okkar þessa nóttina og fengum við svæði alveg við ströndina á þessu risastóra svæði. Þar sem að við heyrðum eibhver læti á ströndinni ákváðum við að skemmta okkur almennilega, opnuðum einhverja bjóra og fórum að sósíalæsa á ströndinnni með Pretty-Boy G í fararbroddi. Sjarmur okkar sólskinsdrengjanna dró fólkið að okkur. Það gjörsamlega elskaði hreimana og þá staðreynd að við værum frá Íslandi. Þetta var orðið þannig að fólk var byrjað að tala um okkur á ströndinni! "Are y'all those Icelandic guys these gals were talking about?" Þvílíkt kvöld! Meira segi ég ekki frá því. What happens at Myrtle Beach stays at Myrtle Beach segja þeir víst.  

Sund

Þá er komið að deginum í dag (6. júlí). Við vöknuðum sem sagt og komumst að öllu þess með tölvuna... Oh, ég er svo pirraður yfir henni! (Ekki í dag, hún er komin aftur, WOOHOO) Reyndi að sýna engan pirring til að hafa ekki neikvæð áhrif á strákana. Það er ekkert leiðinlegra en slæmt andrúmsloft á milli okkar þar sem við búum allir á sömu 20 fermetrunum næstu vikurnar. Allavega.. á meðan ég reyndi að komast að því hvað væri að tölvunni fóru Goji og Pretty-Boy G á ströndina. Þá voru einhverjir 2 tímar í check out. Ég hætti að hugsa um þessa blessuðu tölvu eftir einhverjar 10 mínútur, enda asnalegt að kvarta yfir henni í miðju road trip'i um Bandaríkin.. Ég fór þá með Nemma að finna strákana og við fundum þá eftir stutta stund í sundlauginni á Camping site'inu og hoppuðum út í til þeirra. Robbi hélt sér í bílnum.

On the Road

Klukkan 12:00, eftir góða sundferð, óborganlega mikinn hlátur (án þess að vera að ýkja) og kalda sturtu, vorum við hins vegar komnir aftur á veginn og eigum nú 6 klst. akstur eftir til Orlando þar sem við höfum pantað gistingu í tvær nætur á flottu Camping site'i nokkrum mínútum frá Disney World. Við ætlum allavega að komast í að minnsta kosti einn garð á morgun. Veisla!

Ég hendi fljótlega inn bloggi með yfirfærslu á dögunum á milli 6. og dagsins í dag, sem verður alls ekki jafn langt. Sé ykkur þá. Adíós mí amígos.


Komnir á veginn

Ok, ég skal viðurkenna það, við átum ekki alla 30 kleinuhringina, það var bara ekki hægt! Ég hefði fyllt dump draslið á bílnum og gott betur en það hefði ég étið fleiri en þessa 4 sem ég át. Oreo var samt svo góður.. úhf, væri til í donut.. Allavega, klukkan er korter í eitt að kvöldi þegar ég byrja að skrifa þetta. Margt hefur gerst á þessum tveimur dögum síðan síðast.

RV

Við skulum byrja frá byrjun. Við sem sagt vöknuðum kl. 08:00 á þriðjudagsmorgun og náðum í bílinn um 1 leytið. Það tók ekki nema 3 klst. að fá bílinn. Sáuði kaldhæðnina í þessu? 3 klst.. af bið.. af greiðslum.. af samtölum.. við samt alveg yndislega konu, Annie. Hún varð nokkurs konar mamma okkar á þessum 3 klst; sá til þess að allt væri safe, að við myndum sleppa fjárhagslega sem best frá henni og að við værum með allt á hreinu. Það var ekki verra hversu mikinn húmor hún hafði, bæði almennt og fyrir sjálfri sér. Þvílíkur snillingur!

Annie: "How is the food in Iceland, the local food?"

Við: "Its sour food, like sour shark and some kind of sour testicles."

Annie: "Oh, I wouldn't like that at all! If I want testicles, its for one thing only." 

Eftir að við keyrðum af stað stoppuðum við á bílastæði Target þar sem við tókum upp úr töskum, fylltum hillur og skápa af fötum, diskum, glösum og öllu öðru sem fylgdi bílnum. Að því loknu fórum við inn í Target og fylltum 4 kerrur af pokum við afgreiðslukassann af mat og einhverju rugli. Alls kostaði þetta skít á kanil. Hvaðan sá frasi kemur hef ég ekki hugmynd um.. ég nota hann samt.

Af pokunum tæmdum fórum við í Best Buy með það að markmiði að kaupa myndavélar. Sá verslunarleiðangur lauk eftir einn og hálfan tíma, eftir þrjú myndavélakaup, tvö Samsung Galaxy S5 kaup og tvö flakkarakaup. Þvílík afgreiðsla sem við fengum.

Jæja, klukkan var orðin níu eftir þessi kaup, við ekki komnir með Camping Site og með ekkert skammtímamarkmið. Við ákváðum að leggja á bílastæði hjá Walmart í grendinni, "slappa þar af" og sofa í stað þess að eyða einhverjum aurum í Camping Site. Sú nótt var helvíti fín. Sluppum við að vera rændir, barðir eða myrtir allavega..

Spilavíti

Þá er komið að deginum í dag. Hann var langur en að sama skapi alveg frábær! Við lögðum leið okkar til Philly en ákváðum að taka smá krók og fara til Atlantic City í leiðinni! Við sjáum alls ekki eftir því! Jú, aksturinn lengdist, en þar fórum við á fyrstu strönd ferðarinnar, fyrstu Starbucks heimsókn ferðarinnar, sem var jafnframt mín fyrsta Starbucks heimsókn ever, og undirbjuggum okkur fyrir Vegas með fyrsta spilavíti ferðarinnar! Og vitir menn! Við enduðum allir í mínus.. nei bíddu, ég lýg! ÉG ENDAÐI Í PLÚS! MAMMA, heyriru það? 19 dollarar í plús, þvílíkt og annað eins.. 2.000 kaaall.

Ströndin

Selma og Gummi, ekki hafa áhyggjur, sonur ykkar hefur mikinn sjálfsaga. Hann setti ekki einn einasta aur í kassa. Skamm. Hann vill samt koma því á framfæri að hann ætlar að láta reyna á heppnina í Vegas. Það er jú ekki eitthvað sem maður gerir oft.

  

Eftir þessa frábæru ferð á ströndina í austri lá leiðin til Philly. Við ákváðum að gefa Nemma frí frá akstri, ég settist undir stýri og ók okkur í tvo og hálfan tíma á okkar fyrsta Camping Site. Þetta site er svo týpískt amerískt eitthvað.. ég veit ekki hvernig öðruvísi ég get lýst því. Bara týpískt. Svona eins og í kvikmyndum.

Allavega.. þar erum við eins og er, með vatn og rafmagn að utan, frítt wifi, aðgang að sundlaug, mini golf og fleira og án allra áhyggja um að vera rændir eða myrtir. 

Fyrir utan

Þetta er held ég komið gott bara. Góður rúmlegur hálftími kominn af bloggi og ég og við þurfum að fara að sofa þar sem við ætlum að vakna snemma á morgun til að komast í sund áður en við þurfum að kveðja þetta Site. Þá ætlum við inn í miðborg Philadelphiu og keyra svo seinni partinn til Washington DC þar sem við ætlum að vera 4th of July! 

Adiós amigos! Hasta luego!

- Leo Thorvardarson

 


Lítill biti af stóra eplinu

Sæl veriði öll saman sem nennið að lesa þetta blogg okkar héðan frá Ameríku! Hössi heilsar ykkur héðan frá Stóra Eplinu.

FlugvöllurÍ þessum bloggum munum við, ég,Gaui Guðjón, Gummi, Nemmi
 og Robbi, gera okkar besta í því að leyfa fólki sem hefur áhuga að fylgjast með því hvað við erum að bralla hér í landi þúsunda tækifæra og auðvitað eftir fremsta magni að skemmta ykkur elskunum á okkar græna klaka.

Við skulum byrja frá byrjun: Fólk spyr sig kannski hvernig og svo framvegis. Svarið er ósköp einfalt. Upplifanir gera lífið að því ævintýri sem það á að vera, og hvað er betra en að upplifa Ameríku on the road? Til að svara síðari spurningunni (var þetta skyndiákvörðun) hef ég eitt orð: Nei. Skipulagningin hefur verið rosalega mikil hjá okkur, þó auðvitað okkur hefur dottið í hug að nota stórar upphæðir í ferðalag sem þetta, hvort þetta hafi verið skyndiákvörðun eða ekkiupp að vissu frelsismarki. Við förum þangað sem við viljum, hvenær sem við viljum, þó að við höfum fyrirfram ákveðna beinagrind með færi á miklum sveigjanleika. 3 af okkur strákunum hefur gert þetta áður, þá í lest um Evrópu, og það segir sig sjálft að það var worth it, svo vægt sé til orða tekið.

Nemmi og Gummi taxi

 

Skipulagning þessarar ferðar byrjaði einmitt í þessari ferð um Evrópu, og fengum við Róbert og Guðjón, Nemma og Gumma til að koma með okkur. Því miður fyrir síðasta félaga okkar úr Everópureisunni, Arnar, komst hann ekki vegna ýmissa ástæða! Honum er fyrirgefið <3 Svo talandi um skipulagningu man ég að félagi minn í lögfræði liggur við hló að mér þegar hann sá mig google&#39;a allar þessar flugferðir og húsbíla í tímum í fyrra, og trúði því hreint ekki að þetta myndi gerast. Við strákarnir höfum vissulega gengið í gegnum mikið af veseni, efasemdum og höllum, en hér erum við og sjáum ekki eftir neinu... eins og er! Las Vegas, Bahama og Miami, svo dæmi séu tekin, eru jú enn eftir...

Jæja, nóg af þessu alvarlega bulli og að því sem fólk vill heyra, að ferðalaginu sjálfu. Við lögðum í fimm og hálfs klukkutíma flug kl. hálf 11 í morgun og vorum komnir kl. 12 að staðartíma. Við biðum svo í röð fyrir vegabréfsskoðun og þess háttar flugvallarbulli þangað til fyrir svona korteri síðan. End of story.

 

LöggurNei ok, við biðum samt í klukktíma í röð eftir þessu, KLUKKUTÍMA. Þvílík paranoia á þessum velli.. "Passengers in the hallway waiting for passport check, please turn off your cell phones while waiting, I
repeat, TURN OFF YOUR CELL PHONES." .. Það fyrstaRóbert sem ég geri þegar ég kem til útlanda er að kveikja á símanum... ég mátti það ekki fyrr en kl. 14:00, tveimur tímum eftir lendingu... í Bandaríkjunum!

Ah, við allavega vorum síðastir út af þessum flugvelli, tókum taxa í 45 mínútur á þetta yndislega mótel okkar þar sem við pöntuðum 5 manna svítuna og gerðum okkur til í ferð til Manhattan. Mótelið skaffaði fari út á næstu lestarstöð og alles, þvílík þjónusta: "We&#39;ll send you a shuttle." Við sem sagt fáum ekki húsbílinn fyrr en í fyrramálið en það er sem sagt í skilmálum hjá öllum þessum húsbílafyrirtækjum að vera komin í landið degi áður og hringja svo á milli 8 og 9 næsta dag til að staðfesta pickup. Þannig að við fáum bílinn á morgun!

Donuts

Dagurinn í dag átti að fara í það að kaupa ýmsa hluti fyrir ferðina, fá bandarísk sim-kort og mun fleira. En þar sem að einn Dunkin&#39; Donuts staður er stærri en Reykjavik og maður er í 7 daga að ganga á milli 1300 Broadway til 800 Broadway, þá varð dagurinn erfiðari en við ætluðumst. Þrátt 

fyrir þetta gekk þetta þó allt saman upp, við misstum okkur í H&M og átum 30 donuts alls. Takk fyrir mig. My kind of place.. enda Liverpool merkið á öllum munnþurrkum þeirra. Yndislegt. Suarez, farðu bara, mkay?

Við gátum hins vegar ekki skoðað alla New York í dag, enda tæki það okkur nokkra daga. Við reynum kannski að bæta fyrir það á morgun, annaðhvort þá eða í lok ferðar þegar við komum hingað aftur. Það fer eftir því hvort við viljum kíkja til Philly á morgun eða hinn. Sjáum til.  

Ég hef hins vegar ekki mikið meira að segja. Yndislegur dagur að baki í 30° hita í New York City, og 5 vikurnar eru rétt að by

Stay classy Iceland, Im Höskuldur Agnar Þorvarðarson?


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband