Komnir á veginn

Ok, ég skal viðurkenna það, við átum ekki alla 30 kleinuhringina, það var bara ekki hægt! Ég hefði fyllt dump draslið á bílnum og gott betur en það hefði ég étið fleiri en þessa 4 sem ég át. Oreo var samt svo góður.. úhf, væri til í donut.. Allavega, klukkan er korter í eitt að kvöldi þegar ég byrja að skrifa þetta. Margt hefur gerst á þessum tveimur dögum síðan síðast.

RV

Við skulum byrja frá byrjun. Við sem sagt vöknuðum kl. 08:00 á þriðjudagsmorgun og náðum í bílinn um 1 leytið. Það tók ekki nema 3 klst. að fá bílinn. Sáuði kaldhæðnina í þessu? 3 klst.. af bið.. af greiðslum.. af samtölum.. við samt alveg yndislega konu, Annie. Hún varð nokkurs konar mamma okkar á þessum 3 klst; sá til þess að allt væri safe, að við myndum sleppa fjárhagslega sem best frá henni og að við værum með allt á hreinu. Það var ekki verra hversu mikinn húmor hún hafði, bæði almennt og fyrir sjálfri sér. Þvílíkur snillingur!

Annie: "How is the food in Iceland, the local food?"

Við: "Its sour food, like sour shark and some kind of sour testicles."

Annie: "Oh, I wouldn't like that at all! If I want testicles, its for one thing only." 

Eftir að við keyrðum af stað stoppuðum við á bílastæði Target þar sem við tókum upp úr töskum, fylltum hillur og skápa af fötum, diskum, glösum og öllu öðru sem fylgdi bílnum. Að því loknu fórum við inn í Target og fylltum 4 kerrur af pokum við afgreiðslukassann af mat og einhverju rugli. Alls kostaði þetta skít á kanil. Hvaðan sá frasi kemur hef ég ekki hugmynd um.. ég nota hann samt.

Af pokunum tæmdum fórum við í Best Buy með það að markmiði að kaupa myndavélar. Sá verslunarleiðangur lauk eftir einn og hálfan tíma, eftir þrjú myndavélakaup, tvö Samsung Galaxy S5 kaup og tvö flakkarakaup. Þvílík afgreiðsla sem við fengum.

Jæja, klukkan var orðin níu eftir þessi kaup, við ekki komnir með Camping Site og með ekkert skammtímamarkmið. Við ákváðum að leggja á bílastæði hjá Walmart í grendinni, "slappa þar af" og sofa í stað þess að eyða einhverjum aurum í Camping Site. Sú nótt var helvíti fín. Sluppum við að vera rændir, barðir eða myrtir allavega..

Spilavíti

Þá er komið að deginum í dag. Hann var langur en að sama skapi alveg frábær! Við lögðum leið okkar til Philly en ákváðum að taka smá krók og fara til Atlantic City í leiðinni! Við sjáum alls ekki eftir því! Jú, aksturinn lengdist, en þar fórum við á fyrstu strönd ferðarinnar, fyrstu Starbucks heimsókn ferðarinnar, sem var jafnframt mín fyrsta Starbucks heimsókn ever, og undirbjuggum okkur fyrir Vegas með fyrsta spilavíti ferðarinnar! Og vitir menn! Við enduðum allir í mínus.. nei bíddu, ég lýg! ÉG ENDAÐI Í PLÚS! MAMMA, heyriru það? 19 dollarar í plús, þvílíkt og annað eins.. 2.000 kaaall.

Ströndin

Selma og Gummi, ekki hafa áhyggjur, sonur ykkar hefur mikinn sjálfsaga. Hann setti ekki einn einasta aur í kassa. Skamm. Hann vill samt koma því á framfæri að hann ætlar að láta reyna á heppnina í Vegas. Það er jú ekki eitthvað sem maður gerir oft.

  

Eftir þessa frábæru ferð á ströndina í austri lá leiðin til Philly. Við ákváðum að gefa Nemma frí frá akstri, ég settist undir stýri og ók okkur í tvo og hálfan tíma á okkar fyrsta Camping Site. Þetta site er svo týpískt amerískt eitthvað.. ég veit ekki hvernig öðruvísi ég get lýst því. Bara týpískt. Svona eins og í kvikmyndum.

Allavega.. þar erum við eins og er, með vatn og rafmagn að utan, frítt wifi, aðgang að sundlaug, mini golf og fleira og án allra áhyggja um að vera rændir eða myrtir. 

Fyrir utan

Þetta er held ég komið gott bara. Góður rúmlegur hálftími kominn af bloggi og ég og við þurfum að fara að sofa þar sem við ætlum að vakna snemma á morgun til að komast í sund áður en við þurfum að kveðja þetta Site. Þá ætlum við inn í miðborg Philadelphiu og keyra svo seinni partinn til Washington DC þar sem við ætlum að vera 4th of July! 

Adiós amigos! Hasta luego!

- Leo Thorvardarson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þar sem eg ofunda ykkur meira enn eg hef nokkurn ofundad. Tha les eg bloggid ykkar og læt mig dreyma ! Thcilikir snillingar strakar og gaman ad fylgjast med ykkur ! Goda skemmtun I hreppnum og farid varlega !

kjartan steinar (IP-tala skráð) 12.7.2014 kl. 14:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband